Monthly Archive: mars 2019

Viðurkennig fræðsluráðs

Er einhver í þínum skóla sem á skilið að fá Viðurkenningu fræðsluráðs! Frá árinu 2010 hefur fræðsluráð veitt þeim sem skarað hafa fram úr í skólastarfi viðurkenningar við hátíðlega athöfn. Viðurkenningarnar eru í tveimur flokkum, þ.e. nemendur og skólar/starfsfólk. Markmiðið er að vekja sérstaka athygli á því sem vel er...

Fablab smiðja í Lundarskóla

Í Lundarskóla er starfrækt fullkomin fablab smiðja með laserskera, vinylskera og þrívíddarprentara. Nemendur hanna sín verkefni í tölvuveri skólans og nota til þess forritin Inkscape, Cura og Fusion að því loknu fara þau í fablab smiðjuna og fullvinna. Hér eru nokkrar myndir af tækjum og verkefnum.

Viðtalsdagur á morgun þriðjudaginn 26. mars

Við minnum á foreldraviðtölin sem verða  í Lundarskóla á morgun þriðjudaginn 26. mars og þá fer engin hefðbundin kennsla fram. Gott er að skoða námsmat og námslotur á Metnor og undirbúa sig vel fyrir viðtölin. Nemendur í 6. bekk verða  að venju með kaffisölu á sal Lundarskóla til fjáröflunar vegna...

Stóra upplestrarkeppnin 2019

Í gær var Stóra upplestrarkeppnin haldin í sal MA. Þar tóku nemendur í 7.bekk í grunnskólum Akureyrar þátt og stóðu allir sig mjög vel. Lundarskóli átti tvo fulltrúa í lokakeppninni, þau Helga Má Þorvaldsson og Lilju Gull Ólafsdóttur. Varamaður þeirra var Máney Lind Elvarsdóttir. Nemendur Lundarskóla stóðu sig mjög vel...

Útivistardegi frestað til morguns

Því miður þá verðum við að fresta útivistardeginum í Hlíðarfjalli í dag vegna veðurs. Kennsla verður því samkvæmt stundarskrá í dag 19. mars. Samkvæmt skipulagi þá er áætlað að fara í fjallið á morgun miðvikudaginn 20. mars. Ef eitthvað breytist með það þá verða upplýsingar settar á heima- og facebooksíðu...

Hlíðarfjall á morgun

Á morgun er áætlað að hafa útivistardag í Hlíðarfjalli. Samkvæmt veðurspá á að vera suð-vestan átt og því gæti orðið hvasst í fjallinu. Við verðum í sambandi við starfsfólk Hlíðarfjalls á morgun og metum stöðuna fyrir skólabyrjun. Þá athugum við hvort það verði opið í fjallinu og hvort skipulagið haldi....

Útivistardagur í Hlíðarfjalli

Útivistardagur Lundarskóla verður þriðjudaginn 19. mars. Allir fara í Hlíðarfjall á skíði, bretti, þotu eða sleða. Skóladegi lýkur þegar komið er heim að skóla. Allir nemendur sem skráðir eru í mat fá að borða þegar komið er til baka. Frístund tekur við nemendum sem skráðir eru þennan dag að loknum...