Skákmeistarar

Jón Kristinn Þorgeirsson og Símon Þórhallsson nemendur í 9. bekk Lundarskóla tóku þátt í íslandsmeistaramóti í skák á dögunum og varð Jón íslandsmeistari og Símon tók bronsverðlaun. Óskum við þeim félögum til hamingju með árangurinn.