Sími Lundarskóla 462 48 88
Sími Frístundar: 462 4560

Vinnutímaskráning starfsfólks

Heilsueflandi grunnskóli

Leitin að grenndargralinu

Færslusafn

Veðrið

Vetrarfrí

Í næstu viku þann 1., 2. og 3. mars er vetrarfrí í grunnskólum Akureyrar og þá eiga nemendur frí frá skóla. Þessa daga verður Frístund opin á venjulegum tíma fyrir þau börn sem eru skráð í Frístund. Það er frá kl. 13:00-16:00.

Viðmið um skjánotkun

Eftirfarandi texti er tekinn af heimasíðu Akureyrarbæjar:

Á næstunni verður sérstökum ísskápsseglum með upplýsingum um viðmið um skjánotkun barna og unglinga dreift inn á öll heimili á Akureyri.

Það getur verið erfitt að hafa hemil á skjánotkun og þá er gott að geta horft til leiðbeinandi reglna sem unnar hafa verið af þeim sem láta sig málið varða.

Forsaga málsins er að 6. mars 2016 var haldið málþing um skjánotkun barna- og ungmenna. Að þinginu stóðu Samtaka – samtök foreldrafélaga á Akureyri, fulltrúar ungmennaráðs, fulltrúar forvarnarteymis og Samfélags- og mannréttindaráðs (nú Frístundaráðs) en þessir aðilar standa saman að útgáfu seglanna.

Markmiðið með þinginu var að móta sameiginleg viðmið um skjátíma barna og unglinga á Akureyri og var þar horft til góðs árangurs af útivistarreglum fyrir sama aldurshóp.

Leitað var svara við þeirri spurningu hvers vegna væri mikilvægt að hafa sameiginleg viðmið um hæfilegan skjátíma barna og unglinga í samfélagi okkar, og einnig hvaða viðmið um skjátíma eru hæfileg fyrir hvern aldurshóp.

Niðurstöðurnar eru kynntar á seglunum sem dreift verður inn á hvert heimili í bænum.

Viðmiðin geta gagnast jafnt börnum, ungmennum sem og fullorðnum því flest þekkjum við þá tilfinningu að eyða óhóflegum tíma fyrir framan skjá. Gengið er út frá því að fullorðnir sýni gott fordæmi.

 

Viðtalsdagur á mánudaginn

Við minnum á viðtalsdaginn sem verður á mánudaginn næsta þann 20.febrúar. Mikilvægt er að foreldrar bóki viðtal við kennara og styðji við og ræði um frammistöðumatið sem nemendur eiga að gera í Mentor.

 

Heimalestur – hugmyndir að fjölbreyttu lestrarnámi

Sinna daglegum heimalestri helst á sama tíma t.d. að stilla símaklukkuna áður en hafist er handa, t.d. ákveða að lesa í 15 mín. Hætta þegar tímanum lýkur og telja bls. Jafnvel að skrá þær og reyna að lesa fleiri bls. næsta dag, getur orðið meira spennandi að lesa, Lesa fjölbreyttan texta t.d. sjónvarpsdagskrána, uppskriftir, . . . → Lesa..

Viðtalsdagur 20.febrúar

Nemenda- og foreldraviðtöl verða mánudaginn 20.febrúar. Gert er ráð fyrir að foreldrar mæti með börnum sínum í viðtölin og engin hefðbundin kennsla fer fram þennan dag. Foreldrar bóka sjálfir viðtalstíma hjá umsjónarkennara í gegnum www.mentor.is. Til að skrá sig í viðtal er farið inn á fjölskylduvef mentor og smellt á flís sem birtist, eftir . . . → Lesa..

Árshátíð Lundarskóla

Árshátíð skólans verður haldin fimmtudaginn 9. febrúar nk. Að venju sýna nemendur 2., 4. og 6. bekkjar ásamt leiklistarvali. Nemendur mæta aðeins á þær sýningar sem þeir eiga að horfa á og/eða leika á. Nánari upplýsingar um hópaskiptingar eru í höndum umsjónarkennara og einnig upplýsingar um mætingu þeirra sem eru að sýna. Frístund opnar 8.00 . . . → Lesa..

Foreldrasamstarf

Í hverjum skóla er mikilvægt að hafa gott samstarf milli heimilis og skóla. Heimili og skóli hefur gefið út handbbækur fyrir fulltrúa foreldra á öllum skólastigum. Í Lundarskóla eru starfandi bekkjarfulltrúar í öllum árgöngum sem stuðla að auknu samstarfi foreldra, kennara og nemenda innan hvers bekkjar. Þeir hafa umsjón með atburðum á vegum foreldra utan . . . → Lesa..

Tannvernd

Embætti landlæknis og Tannlæknafélag Íslands standa fyrir Tannverndarviku 30. janúar – 3. febrúar 2017 með skilaboðum til landsmanna um að draga úr neyslu sykraðra drykkja og sætinda. Þar sem Lundarskóli er heilsueflandi skóli þá hafa svaladrykkir ekki verið leyfilegir í skólanum og því stöndum við vel að vígi. Við drekkum vatn og mjólk í skólanum.

. . . → Lesa..