Símanúmer Lundarskóla: 462 48 88 Sími Frístundar:462 45 60

Styrkur til Lundarskóla

Á dögunum veitti Norðurorka styrki til samfélagsverkefna en þessi fallega mynd var einmitt tekin þegar Jón Aðalsteinn Brynjólfsson veitti styrknum við töku.  Styrkurinn verður nýttur í uppbyggingu og þróun á Lego valgreininni í skólanum.

Þemadagar

Mánudag og þriðjudag voru þemadagar í Lundarskóla. Nemendur í 1. -7. bekk unnu að ólíkum verkefnum þvert á námshópa. Nemendur í 1. og 2. bekk unnu með þorrann, 2. og 4.bekkur vann verkefni í tengslum við goðafræðina og 5. – 7. bekkur vann að umhverfisfræðslu þar sem nemendur lærðu um...

Skákmót

Skákmót fyrir börn laugardaginn 26. janúar! Í vetur hefur verið í boði skákkennsla fyrir nemendur í 3-6. bekk Lundarskóla. Nú gefst þessum nemendur og öðru sbörnum sem hafa áhuga kostur á að taka þátt í stóru barnaskákmóti sem verður haldið í Brekkuskóla á skákdaginn 26. janúar kl. 10-12. Vandað verður...

Til foreldra forráðamanna

Þar sem spáð er töluverðum vindhraða i nótt og á morgun, ásamt því að gul viðvörun er í gildi, vekjum við athygli forráðamanna á verklagsreglum sviðstjóra fræðslusviðs vegna óveðurs eða ófærðar. Verklagsreglurnar má sjá hér. Þess má geta að skólahald er ávallt samkvæmt áætlun nema tilmæli um annað komi frá...

Jólakveðja

Senn líður að jólum og nemendur Lundarskóla komnir í jólafrí. Starfsfólk Lundarskóla óskar ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Við þökkum ykkur fyrir ánægjulegt samstarf á liðnu ári. Við minnum svo á að kennsla hefst aftur á nýju ári föstudaginn 4.janúar samkvæmt stundaskrá. Jólakveðja frá starfsfólki Lundarskóla.

Foreldrar og lestur

Við hverjum foreldra til að taka þátt í lestrarnámi barna sinna og á heimasíðu Menntamálastofnunnar má sjá upplýsingar um mikilvægi læsisuppeldis.  Smelltu á fyrirsögnina til að sjá myndband sem Menntamálastofnun hefur gefið út sem heitir Læsi í krafti foreldra. Læsi í krafti foreldra from Menntamálastofnun on Vimeo.