Sími Lundarskóla 462 48 88
Sími Frístundar: 462 4560

Vinnutímaskráning starfsfólks

Heilsueflandi grunnskóli

Leitin að grenndargralinu

Færslusafn

Veðrið

Lesferill og viðmið

Lesferill er matstæki sem var unnið af læsisteymi Menntamálastofnunar í samstarfi við aðra sérfræðinga stofnunarinnar. Lesferli er ætlað að meta grunnþætti læsis s.s. lesfimi, lesskilning, ritun, orðaforða og málskilning.

Í janúar leggja kennarar Lundarskóla lesfimipróf fyrir alla nemendur skólans og er það gert til að meta stöðu nemenda í lestri. Prófin eru stöðluð fyrir hvern árgang fyrir sig þannig að allir nemendur á landinu, sem taka þessi próf, eru að lesa sama textann og viðmiðin eru þau sömu. Til að ná árangri í lestri þarf að æfa sig að lesa upphátt og í hljóði. Í skólanum lesa flestir nemendur daglega í hljóði og einnig upphátt fyrir kennara þegar við á. Heimalestur er mikilvægur til að viðhalda og þjálfa færni í lestri enn frekar.

Hér má sjá viðmið í lestri í öllum árgöngum.

 

Aldur nemenda Lágmarksviðmið í orðum talið Almenn viðmið í orðum talið Metnaðarf. viðmið í orðum talið
1. bekkur 20 55 75
2. bekkur 40 85 100
3. bekkur 55 100 120
4. bekkur 80 120 145
5. bekkur 90 140 160
6. bekkur 105 155 175
7. bekkur 120 165 190
8. bekkur 130 180 210
9. bekkur 140 180 210
10. bekkur 145 180 210

Lestur er íþrótt

Hvers vegna skiptir máli að börn öðlist áhuga á að lesa bækur þegar nóg er af öðru lesefni út um allt? Einfalda svarið er að áhugi á bóklestri tengist betri lesskilningi sem er undirstaða alls náms. Í stuttu máli sagt gengur börnum sem hafa gaman af því að lesa bækur betur í skólanum. Langa svarið er að bóklestur eykur víðsýni og umburðarlyndi, kennir börnum að setja sig í spor annarra og átta sig á skráðum og óskráðum reglum samfélagsins, lestur eflir málþroska, sköpunargáfu, ímyndunarafl  og orðaforða. Svo er bóklestur líka svo skemmtilegur, kærkomið athvarf frá amstri dagsins.

Nálgist lesturinn eins og hvert annað tómstundastarf barnanna. Lestur er íþrótt og æfingin skapar meistarann. Í öllu íþrótta- og tómstundastarfi skiptir áhugi  foreldranna meginmáli. Haldið með börnunum. Mætið á hliðarlínuna, þ.e. hvetjið börnin til að lesa reglulega,  hjálpið þeim að finna tíma til lestrar, fylgist með árangrinum og hrósið þeim fyrir ástundun og framfarir. Varist þó að pína þau áfram eða ofreyna við æfingarnar, það má ekki gleyma að teygja og hvíla. Æfingarnar eiga að vera skemmtilegar; þannig eflist áhuginn.

Hluti úr skemmtilegri og fræðandi grein Brynhildar Þórarinsdóttur sem finna má á slóðinni  http://lesvefurinn.hi.is/node

Kennsla á nýju ári hefst 4. janúar samkvæmt stundaskrá

Gleðilegt ár og takk fyrir samstarfið á liðnu ári. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 4. janúar.

Jólakveðja

Fríða ritari samdi fallega jólakveðju í bundnu máli sem við viljum deila með ykkur öllum. eyjafjordur_vetrarmynd

Óvenjulegt veðurfar ýmsar vekur spurningar verða hérna hörmungar með hlýnun allrar veraldar.

Um það . . . → Lesa..

Jólakveðja

eyjafjordur_vetrarmyndSenn líður að jólum og nemendur Lundarskóla komnir í jólafrí.

Starfsfólk Lundarskóla óskar ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Við þökkum ykkur fyrir ánægjulegt samstarf á liðnu ári.

. . . → Lesa..

Vinningshafar í 100 miða leik SMT

Nú er 100 miða leiknum lokið og ljóst er hverjir báru sigur úr býtum. Vinningshafar eiga að mæta til ritara kl. 11:15 mánudaginn næsta þann 12. desember og fara í óvissuferð með stjórnendum (Maríönnu og Elíasi). Ferðin tekur um 1 klst.

Vinningshafar eru:

Sif 1.b

Valdimar Logi 5.b

Gunnar Aðalgeir 10.b

Andri Már 2.b

Anna . . . → Lesa..

Kræsingar í 6.bekk, foreldrar í heimsókn

Foreldrar 6. bekkinga komu óvænt í heimsókn s.l. föstudagsmorgun og settu upp hlaðborð af kræsingum. Krakkarnir vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið en voru að sjálfsögðu kátir með uppátækið og sögðust vera til í að fá svona heimsókn á hverjum föstudegi. Þetta er kannski til eftirbreytni fyrir fleiri árgangaJ

OLYMPUS <span style= . . . → Lesa..

Grenndargralið er komið í hús

Þessar fallegu stúlkur í 8. bekk, Sunna Katrín Hreinsdóttir og Guðný Ósk Maríasdóttir fengu í morgun viðurkenningu fyrir góðan árangur í Grendargralinu. Að auki fengu Svanfríður Júlía Steingrímsdóttir og Hanna Karin Hermannsdóttir viðurkenningarskjöl fyrir góða frammistögrenndargralid . . . → Lesa..