Sími Lundarskóla 462 48 88
Sími Frístundar: 462 4560

Vinnutímaskráning starfsfólks

Heilsueflandi grunnskóli

Leitin að grenndargralinu

Færslusafn

Veðrið

Farið að hvessa

Nú er farið að hvessa hressilega hér á Akureyri. Við biðjum foreldra barna sem eru í Frístund að sækja þau þegar við á. Börnunum úr Frístund, sem áttu að fara á æfingu í KA heimilið var fylgt þangað og foreldrar eru beðnir um að sækja þau eftir æfingu.

Opið hús í Lundarskóla

Fimmtudaginn 22. febrúar kl. 9:00 -11:00 verður opið hús í Lundarskóla fyrir foreldra barna sem hefja nám í 1. bekk næstkomandi haust.  Á þessum tíma geta foreldrar komið og skoðað skólann, hitt skólastjórnendur og fengið upplýsingar um áherslur í skólastarfi Lundarskóla.

Lundarskóli er teymisskóli og nýtir teymiskennsluna sem leið til að mæta ólíkum þörfum nemenda. Litið er á hvern árgang sem eina heild með fjölbreyttum námshópum í stað hefðbundinna bekkja.  Í hverjum árgangi eru kennarateymi sem kenna nemendum og eru allir kennararnir með sameiginlega umsjón og sinna fjölbreyttum námsþörfum nemenda. Við Lundarskóla starfa sérkennarar, þroskaþjáfi og námsráðgjafi sem aðstoða kennara vegna nemenda sem þurfa sérstakan stuðning og utanumhald.

Í Lundarskóla eru notaðar fjölbreyttar kennsluaðferðir, með það að markmiði að mæta einstaklingsþörfum nemenda, bæta líðan þeirra, styrkja sjálfsmynd og efla námsárangur og færni í vinnubrögðum. Byrjendalæsi er í 1.- 4. bekk og hefur verið síðastliðin áratug. Í Lundarskóla er stefnt að því að allir einstaklingar fái að njóta styrkleika sinna og t.d. er töluvert útiskólastarf á haust- og vordögum.

Lundarskóli vinnur samkvæmt hugmyndafræði SMT- skólafærni en þar er lögð áhersla á jákvæðan stuðning við hegðun nemenda. Áhersla er á samræmd viðbrögð alls starfsfólks til að stuðla að jákvæðu andrúmslofti í skólanum. Síðustu misseri hefur Lundarskóli unnið að markmiðum um heilsueflandi grunnskóla og í skólanum er lögð áhersla á hollt og gott nesti. Einnig drekka nemendur Lundarskóla aðeins mjólk og vatn í skólanum.

Starfsfólk Lundarskóla leggur áherslu á gott samstarf við foreldra. Foreldrar eru ætíð velkomnir í skólann og er einnig boðið í sérstakar heimsóknir bæði til kennara og skólastjórnenda.

Vetrarfrí og viðtöl

Á morgun miðvikudag er starfsdagur í Lundarskóla og því allir nemendur í fríi. Við tekur svo vetrarfrí á fimmtudag og föstudag og við vonum að þið njótið frísins vel. Stuttu eftir vetrarfrí, miðvikudaginn 28. ferbrúar verður viðtalsdagur í Lundarskóla þar sem foreldrar og nemendur koma í 20 mínútna viðtal til umsjónarkennara. Hér má finna . . . → Lesa..

Frábær skemmtun

Í gær var árshátíð Lundarskóla þar sem nemendur stigu á svið og sýndur frábær leik- og söngverk. Degi fyrr var leiklistarvalið með sína sýningu fyrir nemendur og vakti hún mikla ánægju meðal nemenda og starfsfólks. Margir foreldrar og ættingjar komu á sýningarnar og skemmtu sér vel. Við þökkum nemendum fyrir frábæra skemmtun.

. . . → Lesa..

Lego „sumo-glímukeppni“

Í dag hittust Lego lið frá Lundarskóla, Glerárskóla og Hrafnagilsskóla og kepptu í Sumo glímukeppni þar sem markmiðið er að koma andstæðingnum út fyrir keppnissvæðið. Lundarskóli var með 3 lið, Glerárskóli með 2 lið og eitt lið kom frá Hrafnagilsskóla. Keppnin var tvenns konar. Fyrst var keppt í flokki fjarstýrðra tækja og þar bar lið . . . → Lesa..

Árshátíð Lundarskóla

Árshátíð skólans verður haldin fimmtudaginn 8. febrúar nk. Að venju sýna nemendur atriði á sviði skólans og í ár sýna nemendur í 2. – 8.bekk atriðin sín. Leiklistarval verður með sýningar á miðvikudagsmorgninum 7. febrúar. Er er það gert til að allir nemendur skólans hafi tækifæri til að sjá uppsetningu leiklistarvalsins. Foreldrar eru velkomnir báða . . . → Lesa..

Salatbar

Í dag var salatbar tekinn formlega í notkun í mötuneyti skólans og er hann hluti af mataráskrift. Nemendur voru mjög ánægðir með þetta og tóku vel til matar síns.

. . . → Lesa..

Lundarskóli styrktur af Norðurorku

Föstudaginn 5. janúar fékk Lundarskóli afhentan styrk frá Norðurorku að upphæð 100 þúsund kr. vegna keppnisferða á FLL-keppnina í Háskólanum í nóvember ár hvert. Jón Aðalsteinn Brynjólfsson veitti styrknum viðtöku.