Símanúmer Lundarskóla: 462 48 88 Sími Frístundar:462 45 60

Til foreldra forráðamanna

Þar sem spáð er töluverðum vindhraða i nótt og á morgun, ásamt því að gul viðvörun er í gildi, vekjum við athygli forráðamanna á verklagsreglum sviðstjóra fræðslusviðs vegna óveðurs eða ófærðar. Verklagsreglurnar má sjá hér. Þess má geta að skólahald er ávallt samkvæmt áætlun nema tilmæli um annað komi frá...

Jólakveðja

Senn líður að jólum og nemendur Lundarskóla komnir í jólafrí. Starfsfólk Lundarskóla óskar ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Við þökkum ykkur fyrir ánægjulegt samstarf á liðnu ári. Við minnum svo á að kennsla hefst aftur á nýju ári föstudaginn 4.janúar samkvæmt stundaskrá. Jólakveðja frá starfsfólki Lundarskóla.

Foreldrar og lestur

Við hverjum foreldra til að taka þátt í lestrarnámi barna sinna og á heimasíðu Menntamálastofnunnar má sjá upplýsingar um mikilvægi læsisuppeldis.  Smelltu á fyrirsögnina til að sjá myndband sem Menntamálastofnun hefur gefið út sem heitir Læsi í krafti foreldra. Læsi í krafti foreldra from Menntamálastofnun on Vimeo.  

100 miða leikur SMT

Síðustu tvær vikurnar var 100 miða leikur í Lundarskóla. Leikurinn er eins og lottó þar sem allir geta unnið sem fylgja SMT reglum skólans. Í lok leiksins eru nokkrir nemendur dregnir út og fá sérstaka umbun með stjórnendum skólans. Á fimmtudaginn fá eftir taldir nemendur umbun þar sem þeir voru...

Fjáröflun 10. bekkjar

Við minnum á að í dag er síðasti dagurinn til að panta og greiða fyrir sundpoka og brúsa. Munið að greiða fyrir eldri pantanir 👍 https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSd5GYmirJZBIPKqCRejZO2N2MIELJBnXwytpLFeuHbZ-tWP2Q/viewform?fbclid=IwAR2FElpGY-loBrGUybNmJaF83

Lestrarátak í 1. og 2. bekk

1. og 2. bekkur hefur síðastliðnar þrjár vikur unnið með bókina Sjóræningjarnir í næsta húsi. Unnin hafa verið fjölbreytt verkefni m.a. var börnunum blandað saman í stöðvavinnu þar sem íþróttakennarar unnu einnig með umsjónarkennurum. Í tengslum við þessa vinnu var eflt til lestrarátaks þar sem börnin söfnuðu gullsteinum í fjársjóðskistu....

Skóli í dag

Skóli fellur ekki niður í dag en þar sem vont er verður veður um land allt viljum við vekja athygli forráðamanna á verklagsreglum sviðstjóra fræðslusviðs vegna óveðurs eða ófærðar. Verklagsreglurnar má sjá hér. Skóli fellur ekki niður í dag.